Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Nýr aðstoðarmaður bæjarstjóra

Nýr aðstoðarmaður bæjarstjóra

Hulda Sif Hermannsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Eiríks Björns Björgvinssonar bæjarstjóra og leysir hún af hólmi Katrínu Björgu Ríkarðsdóttur sem tekur við starfi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Hulda Sif hefur starfað á Akureyrarstofu sem verkefnastjóri viðburða- og menningarmála frá árinu 2007. Hulda Sif er með BA próf í þýsku og nám í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun. Snertifletir Huldu Sifjar á Akureyrarstofu hafa verið auk menningarmála og viðburðastjórnunar, mál tengd ferðaþjónustu og markaðs- og kynningarmálum. Hulda Sif starfaði áður hjá RÚV við dagskrárgerð og fréttamennsku.
Lesa fréttina Nýr aðstoðarmaður bæjarstjóra
Heilsupistill Heilsuverndar

Heilsupistill Heilsuverndar

Heilsupistill októbermánaðar ber heitið Förum út að ganga og er þar talað um göngu sem góða leið til að sinna daglegri þörf líkamans fyrir hreyfingu. Þannig getum við stuðlað að aukinni vellíðan og bættri heilsu með einföldum og skemmtilegum hætti sem getur falið í sér útiveru og samveru með fjölskyldu og vinum. Endilega kynnið ykkur pistilinn með því að smella HÉR.
Lesa fréttina Heilsupistill Heilsuverndar

Bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur 13. október

Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í hinum bleika októbermánuði, þar sem landsmenn sýna samstöðu og klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi til þess að vekja athygli á átaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Starfsfólk Akureyrarbæjar lét ekki sitt eftir liggja og héldu bleika daginn hátíðlegan og klæddust margir fagurbleikum flíkum. Það var glatt á hjalla og greinilegt að bleiki liturinn var í fyrirrúmi á vinnustöðum Akureyrarbæjar
Lesa fréttina Bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur 13. október
Starfslokanámskeið í nóvember – skráning hafin

Starfslokanámskeið í nóvember – skráning hafin

Starfslokanámskeið verður haldið dagana 21., 23. og 28. nóvember nk. Markmið námskeiðsins er að hjálpa starfsfólki að undirbúa starfslok vegna aldurs, aðlaga sig breyttu lífsmynstri og stuðla að innihaldsríku lífi að starfi loknu. Markhópurinn er starfsfólk eldra en 60 ára og er námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu. Samstarfsaðilar: Akureyrarbær, Sjúkrahúsið á Akureyri, Norðurorka, VMA, Kjölur og Eining Iðja. Staðsetning: Lionssalur á 4. hæð í Skipagötu 14. Skráning: Hjá mannauðsdeild í síma 460-1062 eða með tölvupósti á annalb@akureyri.is. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 8. nóvember.
Lesa fréttina Starfslokanámskeið í nóvember – skráning hafin
Ókeypis heilsufarsmæling á Akureyri - 7. október 2017 kl. 10:00-17:00

Ókeypis heilsufarsmæling á Akureyri - 7. október 2017 kl. 10:00-17:00

Heilsuráð Akureyrarbæjar í samstarfi við Heilsueflandi samfélag og SÍBS Líf og heilsa bjóða upp á ókeypis heilsufarsmælingu á Akureyri á morgun, laugardaginn 7. október 2017, frá kl. 10:00-17:00. Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs. Staðsetning: Heimahjúkrun heilsugæslunnar, Skarðshlíð 20 (Húsnæði Hvítasunnukirkjunnar) SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt aðildarfélögum og Samtökum sykursjúkra bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni: http://sibs.is/allar-frettir/1605-sibs-lif-og-heilsa-a-nordhurlandi Allir velkomnir! Heilsuráð Akureyrarbæjar
Lesa fréttina Ókeypis heilsufarsmæling á Akureyri - 7. október 2017 kl. 10:00-17:00
FÍNN föstudagur í Ráðhúsinu

FÍNN föstudagur í Ráðhúsinu

Starfsfólk Ráðhúss klæddu sig upp í tilefni af því að í dag var haldið upp á FÍNN föstudagur. Skemmtileg tilbreyting sem allir höfðu gaman af
Lesa fréttina FÍNN föstudagur í Ráðhúsinu
Lýðheilsuganga Ferðafélags Íslands í dag, 27. september, kl. 18:00

Lýðheilsuganga Ferðafélags Íslands í dag, 27. september, kl. 18:00

Heilsuráð Akureyrarbæjar vill vekja athygli á Lýðheilsugöngum Ferðafélags Íslands (FÍ) í september. Í dag, 27. september, kl. 18:00 verður gengið um innbæinn – mæting er við skrifstofu Ferðafélags Íslands, Strandgötu 23. Göngurnar eru kjörið tækifæri fyrir vina- og vinnustaðahópa til slá saman heilsueflingu og skemmtun. Á Akureyri verður farið frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar, Strandgötu 23, alla miðvikudaga kl. 18:00 í september (6/9, 13/9, 20/9 og 27/9). Í tilkynningu frá FÍ segir: Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) verða á öllu landinu nú í september og eru einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Þátttaka er gjaldfrjáls og er skráning hér á heimasíðu verkefnisins Nánari upplýsingar eru á heimasíðu verkefnisins: http://lydheilsa.fi.is/
Lesa fréttina Lýðheilsuganga Ferðafélags Íslands í dag, 27. september, kl. 18:00
Bæjarfulltrúarnir Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir og Guðmundur Baldvin Guðmundsson formað…

Opið bókhald Akureyrarbæjar

Ákveðið hefur verið að opna bókhald Akureyrarbæjar og gera það aðgengilegt á heimasíðunni Akureyri.is. Þar verður framvegis hægt að skoða útgjaldaliði bæjarins, hvaða greiðslur hafa verið inntar af hendi og til hverra, hver kostnaður er og hefur verið við einstaka málaflokka, verkefni og deildir. Einnig verður hægt að bera saman kostnaðarliði á milli ára á aðgengilegan og myndrænan hátt. Bókhaldið er brotið niður í fimm liði á heimasíðunni og þar er hægt að skoða tekjur og gjöld fyrri A- og B-hluta sjóða, auk þess að greina gjöld eftir bókhaldsliðum. Opnun bókhaldsins á heimasíðunni er liður í innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu hjá Akureyrarkaupstað. „Þetta er mjög jákvætt skref í að efla gagnsæi og aðgangi að opinberum upplýsingum. Þróun í hugbúnaði hefur í dag einnig hjálpað okkur að birta þessar upplýsingar með auðveldari hætti en áður. Opnun bókhaldsins er jafnframt enn eitt skrefið í rafrænni stjórnsýslu hjá sveitarfélaginu og sú þróun mun halda áfram,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri. Hlekkur á opið bókhald Akureyrarkaupstaðar á Akureyri.is.
Lesa fréttina Opið bókhald Akureyrarbæjar
Lýðheilsuganga Ferðafélags Íslands í dag, 20. september, kl. 18:00

Lýðheilsuganga Ferðafélags Íslands í dag, 20. september, kl. 18:00

Vakin er athygli á lýðheilsugöngu Ferðafélags Íslands í dag, 20. september, kl. 18:00 – mæting við skrifstofu Ferðafélags Íslands, Strandgötu 23, í dag verður gengið um Kjarnaskóg. Heilsuráð Akureyrarbæjar vill einnig vekja athygli á Lýðheilsugöngum Ferðafélags Íslands (FÍ) í september. Tækifæri fyrir vina- og vinnustaðahópa til slá saman heilsueflingu og skemmtun. Á Akureyri verður farið frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar, Strandgötu 23, alla miðvikudaga kl. 18:00 í september (6/9, 13/9, 20/9 og 27/9). Í tilkynningu frá FÍ segir: Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) verða á öllu landinu nú í september og eru einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Þátttaka er gjaldfrjáls og er skráning hér á heimasíðu verkefnisins Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefnisins: http://lydheilsa.fi.is/
Lesa fréttina Lýðheilsuganga Ferðafélags Íslands í dag, 20. september, kl. 18:00
Heilsupistill Heilsuverndar

Heilsupistill Heilsuverndar

Í Heilsupistli Heilsuverndar um vellíðan á vinnustað er fjallað um mikilvægi góðrar andlegrar líðan og settir fram nokkrir punktar sem geta verið gagnlegir til að auka vellíðan okkar. Pistilinn má nálgast með því að smella HÉR - endilega kynnið ykkur málið.
Lesa fréttina Heilsupistill Heilsuverndar

Starfsmannatilboð Tölvulistans

Af og til býður Tölvulistinn starfsmönnum aðila rammasamnings Ríkiskaupa sérstök starfsmannatilboð á tölvum og tölvuvörum sem fela í sér sérstakan afslátt fyrir starfsmenn. Að þessu sinni býður Tölvulistinn 15.000 króna starfsmannaafslátt af öflugri og vinsælli fartölvu frá Acer sem gildir til 26. september eða á meðan birgðir endast. Hægt er að ganga að tilboðinu í netverslun Tölvulistans með því að smella á tengilinn HÉR eða hafa samband við fyrirtækjasvið Tölvulistans.
Lesa fréttina Starfsmannatilboð Tölvulistans