(svar) Föstudagsþraut 2024 nr. 22 - Fjallkonan og breytingarnar fimm!
(svar) Kæru safngestir! Bókin "Fjallkonan: þú ert móðir vor kær" er komin til okkar á Amtsbókasafnið frá forsætisráðuneytinu. Bókin er gjöf til landsmanna í tilefni af 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Endilega grípið með ykkur eintak! -- Og föstudagsþrautin er helguð þessari flottu bók - finnið fimm breytingar!
Verið velkomin á opnun sýningar Ingibjargar Helgu Ágústsdóttur fimmtudaginn 13. júní kl. 16:00. Sýningin er hluti af Listasumri á Akureyri og mælum við eindregið með að taka göngutúr til okkar og heimsækja fleiri söfn í leiðinni. Boðið verður upp á léttar veitingar.
(svar) Föstudagsþraut 2024 nr. 21 - Nanook og breytingarnar fimm!
(svar) Kæru safngestir! Sumarveðrið hefur leikið við okkur þessa vikuna, ekki satt? En starfið heldur áfram og fjörið líka! Föstudagsþrautin er mætt og heiðrar að þessu sinni grænlensku hljómsveitina Nanook, sem spilar á Amtsbókasafninu 7. júní kl. 17:00!