Ferðahandbækur - Ísland

Þemaborðin vekja oft athygli hjá okkur og ferðahandbækurnar eru settar sérstaklega fram á þessum árstíma.

Við erum að tala um ferðahandbækur um Ísland og einhverjar af þeim eru meira að segja á öðrum tungumálum en íslensku. Þarna má sjá Vegahandbókina góðu, bók um Þingvelli, Hraun í Öxnadal og margt margt fleira.

Ertu á leið um landið okkar fagra? Þá skaltu endilega kíkja á þemaborðið fyrir framan afgreiðsluna hjá okkur.

En munum samt ávallt að fara vel með náttúruna.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan