Að verða hluti af heild

Annað árið í röð tekur SÍMEY þátt í sí- og endurmenntun annarra starfsmanna grunnskóla Akureyrar með námskeiðinu ?Að verða hluti af heild?. Mikil ánægja hefur verið með þetta námskeið og má segja að það sé orðið hluti af starfsdögum grunnskólanna.

Tilgangurinn með námskeiðinu er að efla og hvetja starfsmenn í kröfuhörðum störfum fyrir komandi vetur. Það er von og trú allra sem að þessu verkefni  koma að vel takist til og skili þátttakendum uppbyggilegri fræðslu sem hægt er að nýta í starfi. Um er það ögrandi verkefni fyrir starfsmenn SÍMEY að taka á móti svo kraftmiklum hópi starfsmanna Akureyrarbæjar í sí-og endurmenntun.

Í þetta sinn taka 110 starfsmenn þátt í 15 klukkustunda námskeiði þar sem meðal annars er fjallað um tölvu- og upplýsingalæsi, samskipti nemenda og starfsfólks, hvernig á að takast á við kröfuharða nemendur og boðið er upp á vinnustofu um leikinn. Leiðbeinendur á námskeiðunum hafa allir mikla reynslu á sínu sviði. Öllum þátttakendur býðst að sækja viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa til að skoða frekari möguleika til sí- og endurmenntunar að námskeiði loknu.

Námskeiðið styrkja Starfsmenntaráð, Mannauðssjóður Kjalar og Sveitamennt ? starfsmenntunarsjóður starfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni.

Myndirnar að neðan voru teknar við upphaf námskeiðsins á mánudag.

Skolar_Simey1

Skolar_Simey2

Skolar_Simey3

Skolar_Simey4

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan