Virkur vinnustaður: Þróunarverkefni með VIRK starfsendurhæfingarsjóði

VIRK starfsendurhæfingarsjóður
VIRK starfsendurhæfingarsjóður

Öldurnarheimili Akureyrar og leikskólinn Pálmholt taka þátt í verkefninu virkur vinnustaður sem er þróunarverkefni í samstarfi við VIRK starfsendurhæfingarsjóð um forvarnir og endurkomu starfsfólks til vinnu eftir veikindi eða slys. Tilgangur verkefnisins er að veita stjórnendum og starfsmönnum fræðslu og aðstoð við að móta og innleiða stefnu um velferð og fjarvistir. Áhersla er lögð á jákvæða og heilsusamlega nálgun með þátttöku stjórnenda og starfsmanna við  þarfagreiningu vinnustaðarins og útfærslu á stefnu og leiðum eftir því sem best hentar hverri starfsemi. Verkefnið hefst formlega þann 28. október nk. og því lýkur innan þriggja ára. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan