Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Tilboð til starfsmanna Akureyrarbæjar

Tilboð til starfsmanna Akureyrarbæjar

Á starfsmannahandbók Akureyrarbæjar er að finna tilboðssíðu þar sem safnað er saman ýmsum tilboðum og afsláttum til starfsmanna. Þar má t.a.m. finna tilboð í eldsneyti, málningu, tölvur, líkamsrækt og ýmislegt fleira. Starfsfólk er hvatt til að kynna sér tilboðin með því að smella á: TILBOÐ OG AFSLÆTTIR á starfsmannahandbókinni.
Lesa fréttina Tilboð til starfsmanna Akureyrarbæjar

Tímabundin breyting á opnunartíma Starfsmannaþjónustu

Vegna vinnu við undirbúning og framkvæmd launabreytinga vegna kerfisbundinnar endurskoðunar á starfsmati sveitafélaga er óhjákvæmilegt að skerða tímabundið opnunartíma hjá Starfsmannaþjónustunni í þessari og næstu viku.
Lesa fréttina Tímabundin breyting á opnunartíma Starfsmannaþjónustu
Laun greidd út föstudaginn 31. júlí

Laun greidd út föstudaginn 31. júlí

Samþykkt hefur verið að flýta útborgun um næstu mánaðarmót. Ef farið væri eftir ákvæðum kjarasamninga eins og venjulega yrðu laun starfsmanna Akureyrarbæjar greidd þriðjudaginn 4. ágúst næstkomandi. Bæjarstjóri hefur gefið heimild til að greiða laun fyrir mánaðarmótin að þessu sinni og verða laun greidd föstudaginn 31. júlí næstkomandi.
Lesa fréttina Laun greidd út föstudaginn 31. júlí
Auglýst eftir umsóknum um TV einingar vegna verkefna og hæfni

Auglýst eftir umsóknum um TV einingar vegna verkefna og hæfni

Akureyrarbær auglýsir eftir umsóknum um TV einingar vegna verkefna og hæfni. Í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við aðildarfélög BHM, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og KÍ vegna Félags leikskólakennara er ákvæði um að heimilt sé að greiða launaviðbætur á sérstökum forsendum (svokölluð TV laun) vegna verkefna og hæfni annarsvegar og vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna hinsvegar. Umækjendur þurfa að skila umsóknum til embættismanna fyrir 20. ágúst nk.
Lesa fréttina Auglýst eftir umsóknum um TV einingar vegna verkefna og hæfni
Boðskort á forútsölu Ellingsen í dag

Boðskort á forútsölu Ellingsen í dag

Starfsfólki Akureyrarbæjar er boðið á forútsölu Ellingsen í dag 9. júlí.
Lesa fréttina Boðskort á forútsölu Ellingsen í dag
Þjónusta við starfsmanna- og íbúavef Akureyrarbæjar

Þjónusta við starfsmanna- og íbúavef Akureyrarbæjar

Frá og með 1. júlí 2015 mun þjónusta vegna aðgangs að starfsmanna- og íbúavef Akureyrarbæjar - www.eg.akureyri.is - færast frá Starfsmannaþjónustunni í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar að Geislagötu 9. Fyrirspurnum er svarað í síma 4601000 eða með tölvupósti á netfangið lykilord@akureyri.is.
Lesa fréttina Þjónusta við starfsmanna- og íbúavef Akureyrarbæjar

Niðurstöður starfsmannakönnunar 2015

Niðurstöður starfsmannakönnunar um heilsu, líðan og starfstengd viðhorf starfsfólks hjá Akureyrarbæ liggja nú fyrir. Könnunin var lögð fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar í fjórða skiptið í febrúar sl. en áður var könnunin lögð fyrir vorið 2013 og veturna 2010 og 2011. Niðurstöðurnar voru kynntar fyrir stjórnendum deilda og stofnana bæjarins á sérstökum fundi þann 2. júní síðastliðinn en þeim er ætlað að miðla niðurstöðunum áfram til starfsfólks síns. Heildarskýrsla er tilbúin og er hún meðfylgjandi þessari frétt.
Lesa fréttina Niðurstöður starfsmannakönnunar 2015
Boð í Rósenborg  og sund

Boð í Rósenborg og sund

Samfélags- og mannréttindadeild býður allt starfsfólk Akureyrarbæjar velkomið í Rósenborg miðvikudaginn 27. maí milli kl. 16 og 18. Rósenborg var áður Barnaskóli Akureyrar en þjónar nú sem möguleikamiðstöð með fjölbreyttu starfi.
Lesa fréttina Boð í Rósenborg og sund

Lokað hjá Starfsmannaþjónustu 11. maí.

Lokað verður hjá Starfsmannaþjónustunni mánudaginn 11. maí nk. vegna starfsdags. Opið verður á þriðjudaginn eins og venjulega frá kl. 11-16.
Lesa fréttina Lokað hjá Starfsmannaþjónustu 11. maí.
Frá starfsdegi stjórnenda 6. maí

Starfsdagur stjórnenda var haldinn í gær

Miðvikudaginn 6. maí var haldinn starfsdagur fyrir stjórnendur hjá Akureyrarbæ. Umfjöllunarefni dagsins var samskipti og leiðtogaþjálfun. Á dagskrá voru m.a. reynslusögur stjórnenda, hópavinna, fyrsta kynning á niðurstöðum starfsmannakönnunar og tveir afar áhugaverðir fyrirlestrar um markþjálfun og leiðtogahlutverkið.
Lesa fréttina Starfsdagur stjórnenda var haldinn í gær

Íbúa- og starfsmannavefurinn - www.eg.akureyri.is - er kominn í lag

Íbúa- og starfsmannavefur Akureyrarbæjar - www.eg.akureyri.is - er kominn í lag. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem bilunin kann að hafa valdið.
Lesa fréttina Íbúa- og starfsmannavefurinn - www.eg.akureyri.is - er kominn í lag