Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Akureyri á iði

Akureyri á iði

Íþróttaráð Akureyrarbæjar hefur skipulagt með íþróttafélögum, einstaklingum og fyrirtækjum dagskrá þar sem boðið verður upp á fjölbreytta hreyfingu og heilsueflandi viðburði í maí undir heitinu "Akureyri á iði". Allir viðburðir eru gjaldfrjálsir og í boði íþróttafélaga, einstaklinga og fyrirtækja.
Lesa fréttina Akureyri á iði

Orlofið greitt út 11. maí 2015

Landsbankinn mun greiða út orlof vegna yfirvinnu þann 11. maí nk. og verður það lagt inn á launareikninga. Hafi launareikningur breyst síðasta árið er launþegum bent á að koma þeim upplýsingum til Landsbankans svo orlofsgreiðslur skili sér á réttan reikning.
Lesa fréttina Orlofið greitt út 11. maí 2015

Íbúa- og starfsmannavefur Akureyrarbæjar liggur niðri sem stendur, unnið er að viðgerð.

Íbúa- og starfsmannavefur Akureyrarbæjar - www.eg.akureyri.is - liggur niðri sem stendur, unnið er að viðgerð.
Lesa fréttina Íbúa- og starfsmannavefur Akureyrarbæjar liggur niðri sem stendur, unnið er að viðgerð.
Mynd frá fyrirlestrinum í gær

Vertu ástfanginn af lífinu

Heilsuráð Akureyrarbæjar stóð fyrir fyrirlestri með Þorgrími Þráinssyni rithöfundi og lífskúnster í Brekkuskóla í gær. Mætinginn á fyrirlesturinn var mjög góð þar sem 115 starfsmenn Akureyrarbæjar mættu. Fyrirlesturinn hét „Vertu ástfanginn af lífinu“ og fjallaði Þorgrímur meðal annars um að það er ekki sjálfgefið að ná frábærum árangri í lífinu því flest okkar sofna í þægindahringnum og óttinn við að mistakast heldur sumum okkar frá því að láta draumana rætast. Lífið er núna, hvert augnablik er dýrmætt og það skiptir máli að setja sér markmið, gera góðverk, hrósa og vinna litla sigra alla daga og vera þannig besta útgáfan af sjálfum sér.
Lesa fréttina Vertu ástfanginn af lífinu
Ársrit VIRK komið út

Ársrit VIRK komið út

Ársrit VIRK 2015 er komið út. Í ársritinu er að finna greinargóðar upplýsingar um starfsemi VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs, fróðlegar greinar um starfsendurhæfingu og viðtöl við ráðgjafa VIRK, við einstaklinga sem lokið hafa starfsendurhæfingu og við samstarfsaðila VIRK.
Lesa fréttina Ársrit VIRK komið út
Þorgrímur Þráinsson rithöfundur

Verum ástfangin af lífinu - fyrirlestur með Þorgrími Þráinssyni 29. apríl

Miðvikudaginn 29. apríl nk. býður Heilsuráð Akureyrarbæjar starfsfólki á fyrirlestur með Þorgrími Þráinssyni rithöfundi. Heilsuráð hvetur vinnustaði til að fjölmenna á fyrirlesturinn sem ber heitið: Verum ástfangin af lífinu
Lesa fréttina Verum ástfangin af lífinu - fyrirlestur með Þorgrími Þráinssyni 29. apríl

Nýliðafræðsla 12. maí 2015

Nýliðafræðsla verður haldin fyrir nýtt starfsfólk Akureyrarbæjar þriðjudaginn 12. maí 2012
Lesa fréttina Nýliðafræðsla 12. maí 2015

Gönguskíði - Kynning fyrir starfsfólk

Þriðjudaginn 31. mars næstkomandi mun Heilsuráð Akureyrarbæjar standa fyrir kynningu á gönguskíðum og mun leiðbeinandi fara yfir undirstöðuatriði íþróttarinnar.
Lesa fréttina Gönguskíði - Kynning fyrir starfsfólk
Tilboð - EDDAN - LÍF OG LIST EDDU BJÖRGVINS í 40 ár!

Tilboð - EDDAN - LÍF OG LIST EDDU BJÖRGVINS í 40 ár!

Edda Björgvinsdóttir, ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar, býður til veislu í Menningarhúsinu Hofi dagana 24. og 25. apríl. Starfsfólki AKureyrarbæjar býðst að kaupa miða á kr. 4.100 (800 kr. afsláttur).
Lesa fréttina Tilboð - EDDAN - LÍF OG LIST EDDU BJÖRGVINS í 40 ár!
Fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga er komið út.
Lesa fréttina Fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga
Frá starfslokanámskeiði árið 2013

Starfslokanámskeið í apríl

Dagana 9., 14. og 15. arpíl verður haldið starfslokanámskeið sem er ætlað starfsfólki sem senn lýkur störfum vegna aldurs. Dagskráin er afar fjölbreytt en meðal umfjöllunarefna eru lífeyris- og tryggingamál, forvarnir hvað varðar heilsu og andlegar og félagslegar hliðar þess að hætta að vinna. Markmið námskeiðsins er að hjálpa starfsfólki að undirbúa starfslok vegna aldurs, aðlaga sig breyttu lífsmynstri og stuðla að innihaldsríku lífi að starfi loknu. Markhópurinn er starfsfólk eldra en 60 ára og er námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu.
Lesa fréttina Starfslokanámskeið í apríl