Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Hvað er að frétta af Lundarskóla?

Hvað er að frétta af Lundarskóla?

Að þessu sinni fengum við að skyggnast inn í starfsemi Lundarskóla. Elías Gunnar Þorbjörnsson skólastjóri sagði okkur frá starfseminni og daglegu lífi í Lundarskóla þessa dagana.
Lesa fréttina Hvað er að frétta af Lundarskóla?
Betri vinnutími: Hverju breytir hann fyrir mig? - kynning fyrir vaktavinnufólk

Betri vinnutími: Hverju breytir hann fyrir mig? - kynning fyrir vaktavinnufólk

Öldrunarheimili Akureyrarbæjar tóku upp kynningu á breyttu vinnufyrirkomulagi hjá vaktavinnufólki og hvað stytting vinnuvikunnar hefur í för með sér. Fræðslan er byggð á efni frá betrivinnutimi.is
Lesa fréttina Betri vinnutími: Hverju breytir hann fyrir mig? - kynning fyrir vaktavinnufólk
Leyfisóskir í Vinnustund

Leyfisóskir í Vinnustund

Vakin er athygli á því að hægt er að nálgast kennslumyndbönd um sjálfsþjónustu í Vinnustund undir hjálpinni í kerfinu. Þar er m.a. myndband um hvernig maður setur inn leyfisóskir í gegnum Vinnustund og margt fleira.
Lesa fréttina Leyfisóskir í Vinnustund
Orð mánaðarins: Lúpuleg/ur

Orð mánaðarins: Lúpuleg/ur

Orð mánaðarins er lúpuleg/ur hann er lúpulegur, hún er lúpuleg, það er lúpulegt; lúpulegur - lúpulegri - lúpulegastur
Lesa fréttina Orð mánaðarins: Lúpuleg/ur
Stafræna hæfnihjólið - námskeið opið öllum

Stafræna hæfnihjólið - námskeið opið öllum

Stafræna hæfnihjólið – almenn stafræn hæfni er nám sem Starfsmennt bjó til út frá sjálfsmatstækinu Stafræna hæfnihjólinu sem þróað var af danska fyrirtækinu Center for digital dannelse. VR lét þýða matstækið yfir á íslensku og opnaði fyrir aðgang að því á vef í lok árs 2019 og geta allir farið í gegnum sjálfsprófið til að fá mat á stafræna hæfni sína. Starfsmennt fékk styrk frá Þróunarsjóði framhaldsfræðslunnar árið 2019 til að þróa námsefnið og er það opið öllum endurgjaldslaust.
Lesa fréttina Stafræna hæfnihjólið - námskeið opið öllum
Betri vinnutími í vaktavinnu - frí námskeið fyrir vaktavinnufólk

Betri vinnutími í vaktavinnu - frí námskeið fyrir vaktavinnufólk

Í tengslum við verkefnið Betri vinnutími í vaktavinnu heldur Fræðslusetrið Starfsmennt utan um fræðslu til að styðja við farsæla innleiðingu breytinganna og mun fræðsluátakið standa yfir frá desember 2020 til júní 2021. ATH! Grunnnámskeið í betri vinnutíma í vaktavinnu eru ætluð öllum sem vinna vaktavinnu en önnur námskeið eru aðeins ætluð þeim sem koma að innleiðingunni svo sem stjórnendum, vaktasmiðum og launafulltrúum hjá ríkisstofnunum, Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum. Í næstu viku standa 4 vefnámskeið til boða fyrir vaktavinnufólk og þá sem koma að innleiðingunni: Mánudaginn 8.febrúar: Ferlagreining og umbætur Þriðjudaginn 9.febrúar: 360°sóun Miðvikudaginn 10.febrúar: Stytting vinnuvikunnar - vinnustofa Fimmtudaginn 11.febrúar: Að takast á við breytingar/Að innleiða breytingar Nánari upplýsingar má nálgast hér *Fyrir aðra áhugasama þá er vert að benda á að önnur námskeið hjá Starfsmennt eru aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu. Það eru félagsmenn í Kili, Sveitamennt og Sameyki. Sjá nánar hér.
Lesa fréttina Betri vinnutími í vaktavinnu - frí námskeið fyrir vaktavinnufólk
Þjónustugátt: Rafræn skil á starfsvottorðum.

Þjónustugátt: Rafræn skil á starfsvottorðum.

Kynnum rafræn skil á starfsvottorðum í gegnum Þjónustugáttina. Ath. Þessi frétt er einungis til fræðslu starfsmanna Akureyrarbæjar og kynning á Þjónustugáttinni. Núverandi starfsmenn þurfa ekki að skila inn starfsvottorðum.
Lesa fréttina Þjónustugátt: Rafræn skil á starfsvottorðum.
Hvað er að frétta af Plastiðjunni Bjargi – Iðjulundi?

Hvað er að frétta af Plastiðjunni Bjargi – Iðjulundi?

Svanborg Bobba Guðgeirsdóttir forstöðumaður Plastiðjunnar Bjargs-Iðjulundar sagði okkur frá starfseminni.
Lesa fréttina Hvað er að frétta af Plastiðjunni Bjargi – Iðjulundi?
Þjónustugátt: Skil á menntunargögnum

Þjónustugátt: Skil á menntunargögnum

Kynnum rafræn skil á menntunargögnum í gegnum Þjónustugáttina. Ath. Þessi frétt er einungis til fræðslu starfsmanna Akureyrarbæjar og kynning á Þjónustugáttinni. Núverandi starfsmenn þurfa ekki að skila inn menntunargögnum.
Lesa fréttina Þjónustugátt: Skil á menntunargögnum
Hvaða vinnustaður verður með flestu dagana? En flestu mínúturnar? Hvaða starfsmenn fá úrdráttarverðl…

Hvaða vinnustaður verður með flestu dagana? En flestu mínúturnar? Hvaða starfsmenn fá úrdráttarverðlaunin?

Um hvað erum við að tala... við erum að tala um Lífshlaupið, sem er vinnustaðakeppni á vegum ÍSÍ og hefur það megin markmið að hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig og tileinka sér heilbrigða lífshætti. Lífshlaupið verður ræst miðvikudaginn 3. febrúar og stendur til 23. febrúar.
Lesa fréttina Hvaða vinnustaður verður með flestu dagana? En flestu mínúturnar? Hvaða starfsmenn fá úrdráttarverðlaunin?
Breytingar á námsleyfasjóðum

Breytingar á námsleyfasjóðum

Á fundi fræðslunefndar þann 13. janúar sl. voru breytingar á námsleyfasjóðum tilkynntar. Þar kom fram að ákveðið hefur verið að leggja námsleyfasjóð embættismanna niður og verða því reglur um sjóðinn felldar úr gildi. Ákvörðun þessi á rót að rekja til stéttarfélagsaðildar embættismanna. Jafnframt kom fram að vegna vísan til COVID-19 og stöðu bæjarsjóðs var ekki veitt framlag til námsleyfasjóðs sérmenntaðs starfsfólks Akureyrarbæjar á fjárhagsáætlun ársins 2021 og verður því ekki úthlutað úr sjóðnum fyrir skólaárið 2021-2022. Fundargerð er hægt að nálgast hér.
Lesa fréttina Breytingar á námsleyfasjóðum