Nú þegar unnið er að skipulagningu vaktskráa fyrir fyrsta tímabilið í nýju kerfi sem tekur gildi 1. maí 2021 er rétt að minna á þau atriði sem mikilvægt er að hafa huga við gera vaktaskýrslna.
Nú stendur yfir dreifing á bæklingum og veggspjöldum sem bera yfirskriftina Tölum saman um kynferðislega áreitni. Efnið er afurð af norrænu samstarfsverkefni sem Akureyrarbær tók þátt í. Allt efni má nálgast hér á starfsmannavefnum bæði á íslensku og á ensku.
Hvetjum starfsfólk til að kynna sér efnið og tala saman.
Reglur Akureyrarbæjar um fjarvistir starfsfólks og stjórnenda á vinnutíma og leiðbeiningar um skráningu fjarvista
Nýjar reglur um fjarvistir starfsfólks og stjórnenda á vinnutíma eru komnar inn í starfsmannahandbókina og eru þær staðsettar undir viðverustjórnun hér á síðunni.
Leiðbeiningar vegna fjarvistaskráningu eru hægt að nálgast hér á vefnum undir Vinnustund.
Að þessu sinni fengum við að skyggnast inn í starfsemi Lundarskóla. Elías Gunnar Þorbjörnsson skólastjóri sagði okkur frá starfseminni og daglegu lífi í Lundarskóla þessa dagana.
Betri vinnutími: Hverju breytir hann fyrir mig? - kynning fyrir vaktavinnufólk
Öldrunarheimili Akureyrarbæjar tóku upp kynningu á breyttu vinnufyrirkomulagi hjá vaktavinnufólki og hvað stytting vinnuvikunnar hefur í för með sér.
Fræðslan er byggð á efni frá betrivinnutimi.is