Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Þitt svar skiptir máli! Allt vaktavinnufólk hvatt til að svara viðhorfskönnun um vaktavinnu frá Gall…

Þitt svar skiptir máli! Allt vaktavinnufólk hvatt til að svara viðhorfskönnun um vaktavinnu frá Gallup.

Um þessar mundir er verið að gera mestu breytingar á fyrirkomulagi vinnutíma opinberra starfsmanna í áratugi undir yfirskriftinni „Betri vinnutími". Samtök launafólks og opinberir launagreiðendur hafa tekið höndum saman um að mæla viðhorf til og árangur verkefnisins.
Lesa fréttina Þitt svar skiptir máli! Allt vaktavinnufólk hvatt til að svara viðhorfskönnun um vaktavinnu frá Gallup.
Hjólað í vinnuna hefst á morgun!

Hjólað í vinnuna hefst á morgun!

Heilsuráð Akureyrarbæjar hvetur starfsmenn til að hreyfa sig daglega (sem aldrei fyrr) og ekki síst taka þátt í þessu skemmtilega verkefni sem Hjólað í vinnuna er. Heilsuráð Akureyrarbæjar veitir viðurkenningar til starfsstöðva innan Akureyrarbæjar fyrir góðan árangur í átakinu.
Lesa fréttina Hjólað í vinnuna hefst á morgun!
Orlofssumar 2021

Orlofssumar 2021

Almennt Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Sumarorlofstími er frá 15. maí til 30. september ár hvert. Yfirmaður ákveður hvenær orlof skuli tekið í samráði við starfsmann en skylt er að verða við óskum starfsmanns ef því verður við komið. Til orlofsdaga telja aðeins virkir dagar. Orlofsréttur er 30 dagar eða 240 stundir miðað við fullt starf. Ávinnsla skal vera hlutfallsleg miðað við starfshlutfall og starfstíma. Þeir starfsmenn sem samkvæmt skriflegri ósk vinnuveitenda fá ekki fullt orlof á sumarorlofstímabili, skulu fá 25% lengingu á þeim hluta orlofstímans sem veittur er utan framangreinds tíma. Stöðu orlofs og ávinnslur er hægt að skoða í vinnustund - Sjá leiðbeiningar í pdf hér Orlof og stytting vinnuvikunnar
Lesa fréttina Orlofssumar 2021
Verk eftir Erró frá árinu 1980.

Hvað er að frétta af Listasafninu?

Að þessu sinni fengum við að skyggnast inn í starfsemi Listasafnsins. Hlynur Hallsson safnstjóri sagði okkur frá starfseminni og daglegu lífi á Listasafninu þessa dagana.
Lesa fréttina Hvað er að frétta af Listasafninu?
Fræðslusvið Akureyrarbæjar kom, sá og sigraði.

Viðurkenningar og vinningar í Lífshlaupinu.

Nýlega afhenti heilsuráð Akureyrarbæjar viðurkenningar fyrir góðan árangur og enn þá betri frammistöðu vinnustaða í Lífshlaupinu. Starfsmenn skrifstofu fræðslusviðs komu, sáu og sigruðu báðar keppnir Lífshlaupsins, þ.e. var með flesta daga og flestar mínútur. Að launum fékk skrifstofa fræðslusviðs bikarana tvo eftirsóttu til varðveislu fram að næsta Lífshlaupi. Ráðhúsið á Akureyri fékk viðurkenningu frá Lífshlaupinu þar sem þau voru í 3.sæti yfir flestar mínútur í sínum flokki. Í ár voru svo dregnir út átta starfsmenn sem voru skráðir í Lífshlaupið og hlutu þrír þeirra árskort í Sundlaug Akureyrar, þrír fengu vetrarkort í Hlíðarfjall næsta vetur, einn hlaut mánaðarkort í World Class og einn hlaut 10 skipta kort í Sjálfsrækt.
Lesa fréttina Viðurkenningar og vinningar í Lífshlaupinu.
Velkomin/n til starfa – Gagnlegar upplýsingar fyrir nýtt starfsfólk

Velkomin/n til starfa – Gagnlegar upplýsingar fyrir nýtt starfsfólk

Velkomin til starfa! Undir flipanum Starfsmannahandbók > Í nýju starfi hér á starfsmannavefnum má finna gagnlegar upplýsingar fyrir nýtt starfsfólk hjá Akureyrarbæ. Þar má meðal annars finna upplýsingar um útborgun launa, gögn sem nauðsynlegt er að skila inn og margt fleira. Kynntu þér málið HÉR
Lesa fréttina Velkomin/n til starfa – Gagnlegar upplýsingar fyrir nýtt starfsfólk
Er Vinnustund að stríða þér? Hreinsa þarf skyndiminni vafra

Er Vinnustund að stríða þér? Hreinsa þarf skyndiminni vafra

Vegna uppfærslu á Vinnustund útgáfa 4.12.1 sem gerð var 12.04.2021 Til að ný uppfærsla á Vinnustund virki sem best og full virkni sé á kerfinu þarf að hreinsa skyndiminni vafra (cahce). Annars er best virkni á Vinnustund í gegnum Internet Explorer. Leiðbeiningar: Í CHROME er farið í Settings - Privacy and Security - Clear Browsing Data. Hafa All time valið í Time Range og hakað við alla vega neðsta möguleikann. Smella á Clear data. Loka öllum síðum og skrá sig inn aftur. Í FIREFOX er farið í Menu ≡ lengst til hægri í stikunni, Options – Privacy & Security í valmynd til vinstri. Cookies and Site Data og smella á Clear Data hnapp. Haka alla vega í neðri möguleikann og smella á Clear hnapp. Loka öllum síðum og skrá sig inn aftur. Í INTERNET EXPLORER er farið í Tools - Internet options - Browsing history og smellt á Delete hnapp. Hakað við alla vega liði 2 og 3 og smellt á Delete. Loka öllum síðum og skrá sig inn aftur. Flýtileið ATH. Hægt er að velja Ctrl - Shift - Delete hnappana á lyklaborði saman og þá opnast Clear cache gluggi fyrir þann vafra sem er virkur á skjánum hverju sinni
Lesa fréttina Er Vinnustund að stríða þér? Hreinsa þarf skyndiminni vafra
Netföng og lykilorð

Netföng og lykilorð

Ertu að skrá þig inn í tölvupóstinn í fyrsta skipti? Er lykilorðið þitt að renna út? Eða ertu búin/n að gleyma lykilorðinu þínu? Í þessari frétt má nálgast upplýsingar um allt þetta.
Lesa fréttina Netföng og lykilorð
Orlofið greitt út 11. maí 2021

Orlofið greitt út 11. maí 2021

Landsbankinn mun greiða út orlof vegna yfirvinnu þann 11. maí og verður það lagt inn á launareikninga.
Lesa fréttina Orlofið greitt út 11. maí 2021
Apríldagatal frá velvirk.is

Apríldagatal frá velvirk.is

Hér má sjá dagatal með jákvæðum tillögum fyrir hvern dag mánaðarins frá Action for happiness. Tillögurnar eru í anda þess sem rannsóknir hafa sýnt að geti hjálpað fólki að lifa hamingjuríkara lífi svo sem að gefa af sér, tengjast öðrum, finna tilgang, leika sér og njóta augnabliksins. Flestar þeirra eru bráðskemmtilegar og auðveldar í framkvæmd. Fleiri dagatöl má nálgast inn á velvirk.is
Lesa fréttina Apríldagatal frá velvirk.is
Orð mánaðarins: Umhleypingar

Orð mánaðarins: Umhleypingar

Orð mánaðarins er umhleypingar. Umhleypingar = storma- og úrkomusöm veðrátta með frosta- og hlákuköflum á víxl. Orðið var sent til ritstjórnar frá góðum starfsmanni bæjarins. Höfum við ekki öll gott og gaman af því að bæta orðaforðann okkar. Þessi fréttaliður á starfsmannavefnum er til þess gerður að auka orðaforða okkar og skorum við á starfsmenn að taka upp nýtt orð hvern mánuð fyrir sig. Við hvetjum starfsfólk til þess að senda okkur skemmtileg orð eða orðatiltæki á starfsmannahandbok@akureyri.is
Lesa fréttina Orð mánaðarins: Umhleypingar