Sumarorlofstími er frá 15. maí til 30. september ár hvert.
Yfirmaður ákveður hvenær orlof skuli tekið í samráði við starfsmann en skylt er að verða við óskum starfsmanns ef því verður við komið.
Þeir starfsmenn sem samkvæmt skriflegri ósk vinnuveitenda fá ekki fullt orlof á sumarorlofstímabili, skulu fá 25% lengingu á þeim hluta orlofstímans sem veittur er utan framangreinds tíma.
Stöðu orlofs og ávinnslur er hægt að skoða í vinnustund - Sjá leiðbeiningar í pdf hér.