Orlofssumar 2021

Almennt

  • Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl ár hvert.
  • Sumarorlofstími er frá 15. maí til 30. september ár hvert.
  • Yfirmaður ákveður hvenær orlof skuli tekið í samráði við starfsmann en skylt er að verða við óskum starfsmanns ef því verður við komið.
  • Til orlofsdaga telja aðeins virkir dagar.
  • Orlofsréttur er 30 dagar eða 240 stundir miðað við fullt starf. Ávinnsla skal vera hlutfallsleg miðað við starfshlutfall og starfstíma.
  • Þeir starfsmenn sem samkvæmt skriflegri ósk vinnuveitenda fá ekki fullt orlof á sumarorlofstímabili, skulu fá 25% lengingu á þeim hluta orlofstímans sem veittur er utan framangreinds tíma.
  • Stöðu orlofs og ávinnslur er hægt að skoða í vinnustund - Sjá leiðbeiningar í pdf hér

Orlof og stytting vinnuvikunnar
Dagvinnufólk
Orlofsskráning
Ávinnsla orlofs miðast við 40 tíma vinnuviku og á það einnig við um nýtingu orlofstíma.

Dæmi um úttekt á orlofi
Ef vinnutímastyttingin er tekin/nýtt innan mánaðar þá er framkvæmdin með eftirfarandi hætti:
Ef samið hefur verið um að vinnutímastytting sé tekin út á skilgreindum dögum, s.s. á hverjum föstudegi og sá dagur er t.d. orlofsdagur hjá starfsmanni þá fellur vinnutímastyttingin inn í þann dag.
Ef starfsmaður er búinn að vera í orlofi frá mánudegi til fimmtudags og kemur svo til vinnu á föstudegi þá á viðkomandi rétt á vinnutímastyttingu þann dag, það er, ef vinnutímastyttingin er tekin út vikulega.

Styttingin er vinnutímasamkomulag
Starfsmenn geta ekki „frestað" styttingu vinnutíma eða áunnið sér rétt til að taka hana út í annan tíma en vinnutímasamkomulag gerir ráð fyrir. Hafa þarf hugfast að stytting vinnuvikunnar á ekki að vera til að auka eða minnka önnur réttindi. Þannig hefur hún ekki áhrif á ávinnslu annarra réttinda svo sem orlof eða veikindi. Það skapast hvorki inneign né skuld vegna styttingar sem ekki er tekin samkvæmt vinnutímasamkomulagi.

Vaktavinnufólk
Orlofsskráning
Ávinnsla orlofs miðaðist við 40 stunda vinnuviku en nú er vinnuvikan orðin 36 stundir.
Þess vegna er úttekt á orlofi meiri en tími á móti tíma í sama hlutfalli og lækkunin á vinnuskyldu.
Þegar skráð er orlof eftir 1. maí þá er úttektin margfölduð með 1,11.
Dæmi: Fyrir 8 stunda vakt verður úttekt á orlofi 8*1,11 = 8,88

Breytt starfshlutfall
Ef starfshlutfall er hækkað í stað þess að stytta vinnutíma þá hefur það áhrif á orlof viðkomandi eins og verið hefur þegar starfshlutfall breytist.
Dæmi: Starfsmaður ávinnur sér orlof í 75% starfi en fer svo í 100% 1.maí og tekur út orlofið í 100% starfi.
Hann á 240*75% = 180 stundir í orlof. Það dugar fyrir úttekt í 22,5 daga og ef starfsmaður ákveður að taka 30 daga þá verða 7,5 þeirra launalausir.

Nánar um styttingu vinnuvikunnar á www.betrivinnutimi.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan