Tíunda starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku
Í gær, 15. júní fór fram tíunda NORAK starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku.
Veðurguðirnir skrúfuðu fyrir haglélina og drógu skýin frá sólinni þegar mótið hófst síðdegis og það var eins og við manninn mælt að í beinu framhaldi léku keppendurnir 29 margir við hvern sinn fingur og sumir fóru á kostum.
Ný upplýsingasíða um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki
Hér í starfsmannahandbók er komin ný síða um helstu upplýsingar er varða styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki.
Síðan verður lifandi og þar verður helstu spurningum svarað sem snúa vaktavinnufólki, styttingu vinnuvikunnar og launamálum því tengdu.
Sér hnappur er hægra meginn á síðunni sem leiðir ykkur beint inn á upplýsingasíðuna.
Einnig er hægt að finna hana hér
Leikskólastarf er sambland af umhyggju, mannauði, menningar- og menntunarstarfi. Lundarsel er einnig skemmtilegur og skapandi vinnustaður bæði fyrir smáa og stóra.
Góð ráð fyrir fólk sem sinnir skrifstofuvinnu.
Það er áhættusamt að sitja við vinnu allan daginn og getur stytt ævina um nokkur ár en fylgni er á milli kyrrsetuvinnu og hjarta-og æðasjúkdóma, sykursýki, ákveðinna krabbameina og stoðkerfismeina.