Velkomin til starfa!
Undir flipanum Starfsmannahandbók > Í nýju starfi hér á starfsmannavefnum má finna gagnlegar upplýsingar fyrir nýtt starfsfólk hjá Akureyrarbæ. Þar má meðal annars finna upplýsingar um útborgun launa, gögn sem nauðsynlegt er að skila inn og margt fleira. Kynntu þér málið HÉR
Það er á ábyrgð starfsmanns að skila inn eftirfarandi gögnum til launadeildar þegar þeir hefja störf
Gögnum er skilað í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar. Nota þarf rafræn skilríki eða íslykil við innskráningu.
Upplýsingar um nýtingu persónuafsláttar
- Upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi 7 virkum dögum fyrir útborgunardag. Ef upplýsingar berast síðar er full staðgreiðsla dregin af launum.
Menntunargögn umfram kröfur í starf
- Hafir þú viðbótarmenntun umfram þær kröfur í starfið getur þú skilað inn prófskírteinum og námsyfirliti (einingar) sem gefur persónuálag til launa.
- Það fer eftir kjarasamningi og tegund starfa hvort námið er metið til persónuálags.
- Gögnum sem skilað er skilað inn við ráðningu taka gildi strax en annars tekur hækkun gildi næstu mánaðamót eftir að skilað er inn fullnægjandi gögnum um nám.
Starfsvottorð frá fyrrum vinnuveitendum
- Skila þarf inn starfsvottorði sem er staðfesting fyrri vinnuveitanda á starfstíma.
- Vottorðið þarf að tilgreina starfshlutfall, starfstíma, starfsheiti og vinnustað/vinnuveitanda.
- Það fer eftir kjarasamningi og tegund starfa hvort fyrri starfsreynsla er metin til persónuálags og veikindaréttar.
- Gögnum sem skilað er inn við ráðningu taka gildi strax en annars tekur hækkun gildi næstu mánaðamót eftir að skilað er inn fullnægjandi starfsvottorðum.
Viðbótarlífeyrissparnaður
- Ef þú ert með samning um viðbótarlífeyrissparnað þarftu að óska eftir að vörsluaðili sendi samninginn á launadeild@akureyri.is.
- Athugið að í þeim tilfellum sem starfsmaður hefur starfað áður hjá Akureyrarbæ og greitt í séreignarsjóð þá gerist það ekki sjálfkrafa að greitt verði í séreignarsjóð þegar starfsmaður ræður sig aftur til starfa.