Fræðslusvið Akureyrarbæjar kom, sá og sigraði.
Nýlega afhenti heilsuráð Akureyrarbæjar viðurkenningar fyrir góðan árangur og enn þá betri frammistöðu vinnustaða í Lífshlaupinu.
Starfsmenn skrifstofu fræðslusviðs komu, sáu og sigruðu báðar keppnir Lífshlaupsins, þ.e. var með flesta daga og flestar mínútur. Að launum fékk skrifstofa fræðslusviðs bikarana tvo eftirsóttu til varðveislu fram að næsta Lífshlaupi.
Ráðhúsið á Akureyri fékk viðurkenningu frá Lífshlaupinu þar sem þau voru í 3.sæti yfir flestar mínútur í sínum flokki.
Í ár voru svo dregnir út átta starfsmenn sem voru skráðir í Lífshlaupið og hlutu þrír þeirra árskort í Sundlaug Akureyrar, þrír fengu vetrarkort í Hlíðarfjall næsta vetur, einn hlaut mánaðarkort í World Class og einn hlaut 10 skipta kort í Sjálfsrækt.
Starfsmennirnir átta eru;
Anna Guðlaug Gísladóttir – Félagsmiðstöðvar Akureyrar
Ágústa Kristjánsdóttir – Lundarskóli
Friðmey Þorsteinsdóttir – Kiðagil
Kári Þorleifsson – Búsetusvið Akureyrarbæjar
Pálína Ásbjörnsdóttir – Velferðarsvið Akureyrarbæjar
Sigrún Finns – Oddeyrarskóli
Sesselja Sigurðardóttir – Fræðslusvið Akureyrarbæjar
Valgerður Daníelsdóttir – Giljaskóli
Heilsuráð óskar öllum ofan töldum til hamingju með góðan árangur og þakkar þeim fyrir að vera öðrum til fyrirmyndar og hvetur alla, líka land og þjóð til að halda áfram að hlúa að hreyfingu og heilsueflingu inn í sumarið og að eilífu.
Heilsuráð Akureyrarbæjar