Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Föstudagsþraut : barnabækur

Föstudagsþraut : barnabækur

Það er föstudagur og sólin skín með smá skýjum, alltaf besta veðrið hér. Nú er tími fyrir smá föstudagsþraut og hún tengist sýningunni flottu sem er í gangi hjá okkur núna.
Lesa fréttina Föstudagsþraut : barnabækur
Sumarafgreiðslutími hefur tekið við!

Sumarafgreiðslutími hefur tekið við!

Kæru safngestir og aðrir! - Nú er snjórinn á algjöru undanhaldi og sumarið bankar hressilega á dyrnar. Því fylgir breyttur afgreiðslutími.
Lesa fréttina Sumarafgreiðslutími hefur tekið við!
Við erum að leita að sumarbollanum 2022 á myndinni ...

Föstudagsþraut : Nýi múmínbollinn!!

Kæru safngestir og síðuelskendur! Það er föstudagur og þrautin er í léttara lagi. Hún felst í því að finna nýja sumarbollann okkar á myndinni úr búðinni okkar litlu.
Lesa fréttina Föstudagsþraut : Nýi múmínbollinn!!
Alma - nýtt bókasafnskerfi

Alma - nýtt bókasafnskerfi

Nýtt bókasafnskerfi er að taka við hjá almenningsbókasöfnum landsins í byrjun júní, þ.m.t. Amtsbókasafninu á Akureyri. Eðlilega hefur svona stór breyting einhver áhrif og til að byrja með minnumst við á þau helstu hér:
Lesa fréttina Alma - nýtt bókasafnskerfi
Sumarlestur 2022 : Læsi í víðum skilningi

Sumarlestur 2022 : Læsi í víðum skilningi

Námskeiðið er fyrir krakka fædda 2012 og 2013. Undirstaða námskeiðsins er lestur í víðum skilningi. Við byrjum alla daga á yndislestri. Síðan munum við bralla ýmislegt eins og að heimsækja Listasafnið og Minjasafnið, föndra, skrifa, spila, teikna, leika og fleira.
Lesa fréttina Sumarlestur 2022 : Læsi í víðum skilningi
Föstudagsþraut : hver á ekki heima hér?

Föstudagsþraut : hver á ekki heima hér?

Kæru lesendur. Í næstu viku munum við tilkynna smá breytingar hér hjá okkur á bókasafninu en núna ætlum við að skemmta okkur aðeins og þið ætlið að leysa þraut! Fimm hópar af mismunandi fólki en í hverjum þeirra er einn aðili sem á alls ekki heima þar. Finnið þá aðila sem ekki eiga heima í þeim hópum og þá hafið þið leyst þrautina!
Lesa fréttina Föstudagsþraut : hver á ekki heima hér?
Sýning barnabókaseturs

Sýning barnabókaseturs

Sýning Barnabókaseturs opnaði á Amtsbókasafninu 3. maí 2022. Á sýningunni er hægt að taka mynd af sér með sína uppáhalds barnabók (#bestilestur), skoða gamlar barnabækur, fræðast um lestrargönguna og týndu bækurnar, fá bókamerki og margt fleira.
Lesa fréttina Sýning barnabókaseturs
May the fourth be with you

May the fourth be with you

Það er við hæfi á þessum degi að minna á allt Stjörnustríðs-tengda efnið sem Amtsbókasafnið hefur til útláns. Við erum að tala um teiknimyndasögur, kvikmyndir, borðspil o.fl. Svo er þetta líka gott tækifæri á að minna lesendur síðunnar á að hér má finna um 3000 titla á mynddiskaformi sem hægt er að fá lánaða heim ... endurgjaldslaust!
Lesa fréttina May the fourth be with you
Lóan leit í heimsókn ... hún er að vinna í þessu með snjóinn!

Lóan er komin að ...

Lóan er komin að kveða burt snjóinn, að kveða burt leiðindin, það getur hún. Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn, sólskin í dali og blómstur í tún. Hún hefir sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót. Hún hefir sagt mér að vaka og vinna og vonglaður taka nú sumrinu mót.
Lesa fréttina Lóan er komin að ...
Auglýsingaskjár

Auglýsingaskjár

Eins og flestir safngestir hafa tekið eftir, þá hefur auglýsingaskjár verið staðsettur á vegg við hlið ljósritunarvélarinnar á móti innganginum. Þarna hefur ýmislegt í starfsemi Amtsbókasafnsins verið auglýst og gestir stundum staldrað við og horft á.
Lesa fréttina Auglýsingaskjár
Lestrarsalur, net og leitartölvur

Lestrarsalur, net og leitartölvur

Við höldum áfram að kynna ýmsar deildir og þjónustu sem boðið er upp á hér á Amtsbókasafninu. Í dag kíkjum við á lestrarsalinn, netþjónustu og leitartölvur.
Lesa fréttina Lestrarsalur, net og leitartölvur