Viðvörun fyrir sektir með tölvupósti - Ertu með netfangið skráð?

Turnarnir tveir tákna auðvitað gömlu og nýju byggingarnar

Amtsbókasafnið sendir nú út viðvaranir með tölvupósti ÁÐUR en lánþegar eiga að skila gögnum, til þess að koma í veg fyrir að þeir fái sekt. Alls eru nú fjögur söfn á landinu sem bjóða upp á þessa þjónustu og er það von safnsins að vel sé tekið í tölvupóstsendingarnar.

Hingað til hafa verið sendir tölvupóstar eftir réttan skiladag.

Athugið að aðeins eru sendir tölvupóstar en ekki venjuleg bréf eins og er gert varðandi þá sem skulda nú þegar og því er nauðsynlegt að hafa skráð netfang hjá safninu til þess að fá viðvörun fyrir skiladag.

Hægt er að skrá netfangið inni á Gegnir.is. Þar þarf að skrá sig inn (kennitala og 4 síðustu stafirnir í kennitölunni). Síðan er farið í "Stillingar" - "Mínar upplýsingar" þar sem netfangið er sett inn og að lokum ýtt á vista. Einnig er hægt að hringja í okkur í síma 460-1250.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan