Kæru viðburða-elskandi safngestir! Þegar vetrarstarfið svokallað er hafið, þá er gott að hafa stað til að sjá hvað er að gerast og hvenær!
Vissulega er mikil umferð á samfélagsmiðlunum okkar, þar sem reglulega eru auglýstir viðburðir en besta yfirsýnin yfir það sem er framundan er á viðburðadagatalinu okkar!
Þangað er best að fara til að sjá hvað er að gerast og setja það svo inn í dagbækurnar ykkar!
Endilega auglýsið þetta viðburðadagatal í kringum ykkur - við viljum jú fá ykkur sem flest hingað á bókasafnið.
Og ef þið hafið hugmynd að einhverjum viðburði, þá endilega hafið samband við Dagnýju verkefnastjóra eða Dodda ritstjóra vefsíðunnar.
Annars erum við bara góð ... hvað með ykkur?