Upplýsingaþjónusta bókasafnsins færð til - Allt til staðar í aðalafgreiðslunni

Lestrarsalur

Amtsbókasafnið býður upp á fyrsta flokks upplýsingaþjónustu á safninu. Hingað til hefur hún verið veitt framan við lestrarsalinn en um næstu mánaðarmót verður hún færð að aðalafgreiðslu safnsins. Er þetta gert til að auka þægindi og einfalda skipulag safnsins.

Framundan eru breytingar á lestrarsalnum, þannig verður hluti safnkostarins færður niður af 2. hæð auk fleiri breytinga sem kynntar verða þegar þar að kemur.

Við breytingarnar verður önnur sjálfsafgreiðsluvélin færð lítillega til en upplýsingaþjónustan kemur í stað hennar í afgreiðslunni.

Upplýsingaþjónustan felst meðal annars í heimilda- og upplýsingaleit vegna starfs, náms eða áhugamála og getur hver sem er nýtt sér þjónustuna að kostnaðarlausu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan