Á fimmtudaginn nk. 24. ágúst er þjóðhátíðardagur Úkraínu. Í tilefni þess ætla úkraínskir akureyringar að færa safninu 40 nýjar bækur á tungumálinu fyrir börn og fullorðna og kynna þær.
Viðburðurinn er öllum opinn og fer fram á ensku og úkraínsku. Við munum opna fyrir umræður og heyra þínar skoðanir á bókunum eftir kynninguna. Einnig verður boðið upp á kaffi og kökur.