Tónlist á Amtsbókasafninu á Akureyri - hvernig finnst þér að framtíðin ætti að vera?

Síðustu misseri hafa útlán á tónlist ekki verið mikil. Við höfum reynt ýmislegt til að lífga upp á deildina, en það hefur ekki gengið nógu vel. Þess vegna væri nú gaman að heyra frá ykkur um hvaðeina varðandi tónlistardeild Amtsbókasafnsins. Eftirfarandi punktar ættu kannski að hjálpa til við að koma með hugmyndir, en endilega sendið netpóst á thorsteinn@akureyri.is og segið ykkar skoðun. Farið verður með allar ábendingar sem leynilegar, ef þið óskið þess. Aðalatriðið er að fá viðbrögð fá ykkur.

- Leggja ætti tónlistardeildina niður algjörlega
- Athuga með útlán á tónlist í gegnum netið - er það möguleiki?
- Tvískipting safnkostsins (tónlist í Geymslu 1 og tónlist á 1. hæð) er ruglandi
- Setja fókus á íslenska tónlist og hætta að kaupa erlenda tónlist
- Tónlistardeildin tekur of mikið pláss
- Tónlistardeildin er fín eins og hún er núna
- Efniskaup mættu vera öðruvísi

Notið endilega þessa punkta til að koma með hugmyndir og takið þátt í móta safnið ykkar :-) thorsteinn@akureyri.is - sendið póst!

Kærar þakkir,
starfsfólk Amtsbókasafnsins

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan