Kæru safnelskandi safngestir! Myndin sem hér fylgir er tekin eftir að safnið var lokað kl. 22:00 í kvöld. Þetta er liður í því að koma til móts við þarfir ykkar um að fá lengri tíma til að lesa og/eða læra ... nú eða bara til að nýta sér þennan aukatíma til að fá sér eitthvað að lesa. Á þriðjudögum og fimmtudögum fram til 14. desember er safnið sem sagt opið frá 8:15-22:00, sjálfsafgreiðsla frá 8:15-10:00 og 19:00-22:00.
Síðustu tveir safngestir kvöldsins þökkuðu einmitt kærlega fyrir sig og voru mjög ánægðir með þessa þjónustu. Við þökkum ykkur líka fyrir frábær viðbrögð og vonumst til að þið haldið áfram að nýta ykkur lengri afgreiðslutíma á þessum dögum.