Þrenna hjá Dodda - Starfsmaður bókasafnsins gefur út skáldsögu

Þrennur

"Ég á mér draum," segir í textanum. Draumur Þorsteins Gunnars Jónssonar, Dodda, var að gefa út skáldsögu áður en hann yrði fertugur. Doddi er starfsmaður Amtsbókasafnsins.

Það gekk hjá Dodda sem átti fertugsafmæli þann 7. maí en í veislu sinni um kvöldið tilkynnti hann að bókin Þrennur væri komin út, ylvolg úr prentsmiðjunni.

Bókin er komin í útlán á bókasafninu en þetta er fyrsta skáldsaga Dodda eins og áður sagði. Eins og sjá má prýðir Amtsbókasafnið forsíðu bókarinnar en sagan tengist safninu einmitt sterkum böndum.

Textinn aftan á bókinni er svohljóðandi:
"Á föstudagskvöldi á Akureyri virðist allt vera með felldu. Þremur fórnarlömbum og rúmum hálfum sólarhring síðar standa Halldór yfirlögregluþjónn og lið hans frammi fyrir stærsta sakamáli sem þau hafa unnið að. Þau búa sig undir mikla og stífa vinnu, en því lengra sem líður á rannsóknina þeim mun verri verður tilfinning Halldórs fyrir málinu: verður réttlætinu fullnægt eða ekki?"

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan