Svo miklu meira en Andrés önd!

Hetjur teiknimyndasagnanna eru margbrotnar...
Hetjur teiknimyndasagnanna eru margbrotnar...

Amtsbókasafnið og Hof í ritlistarsamstarf Amtsbókasafnið og Menningarhúsið Hof vinna saman að dagskrá þar sem fjallað er um ritlist og bókmenntir á einn eða annan hátt.  Markmiðið með samstarfinu er meðal annars að auka sýnileika ritlistar og bókmennta í samfélaginu.

BÓKAHILLAN

Bókahillu hefur verið komið fyrir á veitingastaðnum í Hofi, 1862 Nordic Bistro, og geta gestir og gangandi gluggað í bækurnar í hillunni. Amtsbókasafnið sér um að fylla á hilluna en bókunum er skipt út mánaðarlega og í hverjum mánuði er ákveðið þema.

Í maí er þemað; Teiknimyndasögur

Svo miklu meira en Andrés og Tinni...!

Teiknimyndasögur eru listform sem felst í því að segja sögu í myndum sem raðað er upp í ákveðna röð.

Öll þekkjum við Andrés önd en teiknimyndasögur eru mun fremur bókmenntagrein sem ætluð er fullorðnum lesendum og löng hefð fyrir útgáfu þeirra í Evrópu og Bandaríkjunum.

Manga eða japanskar teiknimyndasögur njóta einnig vaxandi vinsælda vegna þess hve aðgengilegar þær eru.

Algengt er að stuttar teiknimyndasögur (1-5 rammar) birtist í dagblöðum en lengri teiknimyndasögur eru gjarnan gefnar út í blöðum og jafnvel í stærri brotum sem er þá kallað „graphic novels“ á ensku. Teiknimyndasögur eru kallaðar comics á ensku, manga á japönsku og bande dessinée eða B.D. á frönsku. Í Bretlandi er gjarnan talað um comics sem innlendar teiknimyndasögur en comic books sem teiknimyndasögur frá Bandaríkjunum.

Hér á Amtsbókasafninu er rekin öflug Teiknimyndasögudeild með áherslu á fjölbreyttar teiknimyndasögur frá ýmsum heimshornum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan