Sumarlestur 10. - 26. júní

Lestur er bestur - Líka á sumrin :-)
Lestur er bestur - Líka á sumrin :-)

 

Lestrarhvetjandi námskeið fyrir börn í 3. og 4. bekk

Í samstarfi Amtsbókasafnsins á Akureyri og Minjasafnsins á Akureyri

Þrjú námskeið eru í boði

Hámark þátttakenda í hverjum hópi er 20 börn.
Í ár standa námskeiðin í fjóra daga.

  • Vika 1, 10. – 13. júní – kl. 9:00 – 12:00
  • Vika 2, 16. – 20. júní – kl. 9:00 – 12:00
  • Vika 3, 23. – 26. júní – kl. 9:00 – 12:00

Skráning hefst 26. maí

Námskeiðsgjald er 2500 .-

Sumarlestur 2014

Umhverfis- og bóklæsi

Markmið námskeiðsins er að börnin lesi sér til ánægju í sumar, bæði bækur og umhverfi sitt. Áhersla er lögð á yndislestur og að efla færni barnanna í að lesa í minjar, umhverfi, sögu og listir bæjarins. Börnin lesa, fá að skoða og kynnast starfi safna og sýninga. Einnig er farið í skoðunarferðir um nánasta umhverfi safnanna.

Þema námskeiðsins að þessu sinni er Börn á Akureyri - gamlir leikir.

Skráningarupplýsingar

Sumarlestur 2014

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan