Spurðu bókavörðinn... - ný þjónusta á netinu - komin til að vera?

Eins og glöggir lesendur síðunnar hafa séð, þá má sjá hægra megin á forsíðunni kassa með hausnum "Spurningar". Þetta er kerfi (meebo) sem býður upp á beinar spurningar til bókavarðar á Amtsbókasafninu. Standi "Amtsbokasafnid is offline" og rauður 'samræðugluggi' til hliðar, þá er enginn bókavörður skráður inn, en standi "Amtsbokasafnid is online" og grænn 'samræðugluggi' til hliðar þá er um að gera að skrifa inn spurningu og athuga hvort svarið komi ekki fljótlega.

Er þetta ekki svakalega spennandi nýjung??? Sendið athugasemdir á thorsteinn@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan