Söfnun fyrir Japan á Amtinu - Leggðu söfnuninni lið

Í ajapanfgreiðslu Amtsbókasafnsins má nú finna söfnunarbauk frá Rauða Krossinum fyrir fólk í Japan í kjölfar hamfaranna þar í landi.

Bókasafnið vonast til að söfnunin leggist vel í gesti okkar en bæði er hægt að setja peninga í baukinn og leggja inn á reikning söfnunarinnar.

Upplýsingar um reikningsnúmerið eru á miðum hjá bauknum.

Þar eru einnig fuglar sem kallast origami, friðarfuglar. Um japanskt pappírshandverk er að ræða.

Söfnunin er á tíu stöðum í bænum en framundan eru einnig kynningar- og söfnunardagar í VMA og MA.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan