Söfn á Norðausturlandi - Tvískiptur bæklingur með frábæru yfirliti yfir söfn á svæðinu

Það er þó nokkuð um samstarf safna á Akureyri og nágrenni, og má benda á safnadaginn sem hefur verið fyrsta laugardag í maí síðustu ár. Hluti af samstarfinu er útgáfa bæklings sem ber heitið "Söfn á Norðausturlandi". Í þessari útgáfu er hann tvískiptur og stækkaður frá fyrri útgáfu. Einn hluti heitir "Söfn á Norðausturlandi: Eyjafjörður" og hinn "Söfn á Norðausturlandi: Þingeyjarsýslur". Söfnin sem eru í þessum bæklingi eru:

SÖFN Á NORÐAUSTURLANDI - Eyjafjörður
1. Amtsbókasafnið á Akureyri
2. Davíðshús
3. Flugsafn Íslands
4. Húni II
5. Iðnaðarsafnið á Akureyri
6. Listasafnið á Akureyri
7. Minjasafnið á Akureyri
8. Nonnahús
9. Sigurhæðir

10. Byggðasafnið Hvoll á Dalvík
11. Gamli bærinn Laufás
12. Holt - Hrísey
13. Hús Hákarla-Jörundar - Hrísey
14. Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar
15. Safnasafnið - Alþýðulist Íslands
16. Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
17. Smámunasafn Sverris Hermannssonar
18. Útgerðarminjasafnið á Grenivík
19. Þjóðlagasetrið á Siglufirði

SÖFN Á NORÐAUSTURLANDI - Þingeyjarsýslur
1. Byggðasafn Norður-Þingeyinga
2. Fuglasafn Sigurgeirs
3. Gljúfrastofa í Ásbyrgi
4. Grenjaðarstaður byggðasafn
5. Hið íslenzka reðasafn
6. Hvalasafnið á Húsavík
7. Minjasafnið Mánárbakka
8. Safnahúsið á Húsavík
9. Samgönguminjasafnið að Ystafelli
10. Sauðaneshús
11. Skjálftasetrið á Kópaskeri

Hægt er að nálgast þennan bækling á þessum söfnum, og á öðrum stöðum. Frábært yfirlit yfir söfn á Norðausturlandi, með upplýsingum um afgreiðslutíma, síma, heimilsfang og aðgangseyri. - Og já, hann er á íslensku og ensku!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan