Skráning í sumarlesturinn hafinn - Spennandi sumar framundan

Barnadeild

Sumarnámskeiðið Sumarlestur ? Akureyri bærinn minn er haldið í júní ár hvert og í ár er námskeiðið haldið í ellefta skipti. Námskeiðin standa frá mánudegi til föstudags frá 9-12:30.

Skráning er hafin á þetta vinsæla námskeið sem fer fram hér, á heimasíðu barnastarfsins.

Sumarlestur er lestrarhvetjandi námskeið fyrir 8 og 9 ára börn með sérstaka áherslu á menningu og sögu Akureyrar. Þó að rauði þráður námskeiðsins sé bóklestur er hægt að lesa fleira en bækur. Á námskeiðinu er lesið í minjar, umhverfið og listir svo segja má að við séum að lesa í tilveruna námskeiðsdagana og vonandi lengur því lengi býr að fyrstu gerð. Að námskeiðinu standa Amtsbókasafnið og Minjasafnið með aðkomu annarra menningarstofnanna bæjarins.

Undir leiðsögn fullorðinna leiðbeinenda kynnast krakkarnir starfsemi stofnanna eins og  bókasafnsins, minjasafnsins, iðnaðarsafnsins, Nonnahúss, Davíðshúss, Sigurhæða og fleiri á annan hátt en sem venjulegir gestir. Fá að skoða króka og kima og sjá hvernig starfsemi fer þar fram.

Námskeiðin eru kynnt í maí og munum við á næstu dögum heimsækja alla 3. og 4. bekki bæjarins og afhenda þeim kynningarefni. Síðasti skráningardagur er 1. júní afhending gagna og greiðsla námskeiðsgjalda fer svo fram 3. júní frá klukkan 16:00-18:00 á Amtsbókasafninu.

Hérna finnið þið skráningarformið og á heimasíðu barnastarfsins er nákvæm dagskrá.

Skráningin fer fram hér, á heimasíðu barnastarfsins á Amtinu.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan