Skemmtilegt er myrkrið - Síðasta sögustund fyrir sumarfrí

Síðasta sögustundin 15. maí kl. 16:15
Síðasta sögustundin 15. maí kl. 16:15

Leikfélag Akureyrar ætlar að sýna okkur leikritið  Skemmtilegt er myrkrið innblásturinn er fenginn úr hinum ýmsu þjóð- og draugasögum.

Sagan segir af Jóni smala sem í leit sinni að týndu fé lendir í klóm tröllkvenna nokkurra sem fanga hann í helli sínum.

Ingibjörg Huld Haraldsdóttir leikstýrir, Helga Mjöll Oddsdóttir sér um leikmynd og búninga, Þóroddur Ingvarsson hannar hljóð og ljós. Í starfsnámi frá leikhúsinu Baggårdteatret í Svendborg er David Enghuus tæknimaður og sér hann um tæknilegar hliðar sýningarinnar.

Leikarar eru: Aðalbjörg Árnadóttir, Hannes Óli Ágústsson og Hilmir Jensson.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan