Skáldastund á Amtsbókasafninu á Akureyri - 4. mars 2010, kl. 16:15-17:00

Stórskáldin Einar Már Guðmundsson handhafi bókmennta­verðlauna Norðurlandaráðs 1995 og Peter Laugesen, sem tilnefndur er til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2010, munu lesa úr verkum sínum og eiga góða stund með gestum Amtsbókasafnsins fimmtudaginn 4. mars kl. 16:15-17:00. Þeir munu síðan koma fram á Græna hattinum kl. 21:00 ásamt tónlistarmönnunum Christian Vuust, Jakob Bro, Jakob Buchanan, Jeppe Gram, Nicolai Munch-Hansen, og Jeppe Gram og vídeólistamanninum Iben West (Christian Vuust Dynamo).

 

Samstarfsaðilar um heimsókn listamannanna til Akureyrar eru:
Amtsbókasafnið á Akureyri, Græni hatturinn, Jazzklúbbur Akureyrar, Norræna upplýsingaskrifstofan og Tónlistarskólinn á Akureyri.
Norræni menningarsjóðurinn, Fondet for Dansk Islandsk Samarbejde og fleiri sjóðir hafa styrkt tónleikaför hópsins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan