Kæru safngestir! Nú í nóvember og desember höfum við haft lengur opið hjá okkur á þriðjudögum og fimmtudögum. Það ku vera á enda.
Sko, kvöldið í kvöld - fimmtudagskvöldið 14. desember 2023 - er síðasta kvöldopnun ársins hjá okkur.
Við viljum þakka ykkur fyrir undirtektirnar og hver veit hvað 2024 mun bera í skauti sér.
Munið: Í dag verður opið frá 8:15-22:00, en sjálfsafgreiðsla verður 8:15-10:00 og 19:00-22:00.
Svo tekur við hefðbundinn afgreiðslutími: 8:15-19:00 alla virka daga (sjálfsafgreiðsla til 10:00) og 11:00-16:00 á laugardögum.
Við munum að sjálfsögðu auglýsa vel afgreiðslutímann hjá okkur yfir hátíðirnar er nær dregur.