Þó svo að óveðrið hafi ekki verið eins mikið ó ó eins og gert var ráð fyrir, þá minnti það okkur samt á að stundum komumst við ekki úr stað ... og hvað gera bókelskandi safngestir okkar þá?
Eitt af mörgu sem við bjóðum upp á er samstarfsverkefnið Rafbókasafnið. Þar getur þú fengið lánaðar bækur rafrænt, hljóðbækur og rafbækur. Þetta virkar eins og venjulegt bókasafn, þ.e. þú þarft að vera með gilt bókasafnskort, skráir þig inn á rafbókasafnssíðunni og flettir í gegnum safnkostinn. Útlánstími bóka er mismunandi og ef bók er í útláni er hægt að panta hana. Allt er þetta þér að kostnaðarlausu.
Við erum auðvitað boðin og búin til að hjálpa þér en þú skalt endilega kíkja á síðuna okkar um rafbókasafnið því þar eru fínar leiðbeiningar um það hvernig bera eigi sig að.