Project Gutenberg - ókeypis rafbækur í nýja Kindle-tækið, iPad, Nook, gemsann og fleiri tæki

Nýlega kom það í ljós að rafbækur væru að seljast betur á Amazon heldur en prentaðar bækur. Fólk hefur mismiklar áhyggjur af þessari þróun mála, en bókasafnið er ekkert í útrýmingarhættu. Við fögnum nýjungum sem þessum og vonandi kemur í ljós á næstu árum hvort við getum boðið upp á rafrænar bækur til útláns eins og tíðkast mikið úti í hinum stóra heimi. Til að byrja með viljum við benda á þessa síðu hér fyrir neðan (einnig sem tengill neðarlega á síðunni til hægri), Project Gutenberg:

 

Project Gutenberg

Frábær síða fyrir þá sem vilja ókeypis aðgang að gömlum bókum í rafbókaformi. Hægt er að leita eftir höfundum og titlum og einnig að fletta í gegnum listann. Yfir 3000 bækur!



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan