Kæru safngestir! Eins og fram kom í byrjun árs þá hefur ný gjaldskrá tekið gildi hjá okkur. Einhverir liðir hækka en við viljum endilega benda á að nú er frítt að panta alls kyns efni hjá okkur. Skiptir engu hvort þið séuð með netfang eða símanúmer ... þetta er frítt!!
Um leið og þið pantið efni, þá farið þið í svokallaða biðröð (ef ekkert eintak er inni). Þegar gagnið kemur svo inn þá er það skannað og um leið fáið þið netpóst frá okkur ... eða símhringingu sé netfang ekki til staðar. En þetta er svo þægilegt, ekki satt? Hringja og panta, eða gera það á netinu, og bíða svo bara eftir tilkynningunni.
Þá er gagnið sett í viðkomandi dags-hillu, þið komið á safnið með kortið sem gagnið var pantað á, finnið gagnið í hillunni og fáið lánað í sjálfsafgreiðsluvélunum. Það er nauðsynlegt að hafa virkt kort þess einstaklings sem pantaði gagnið!
Og athugið - að þetta gildir ekki um millisafnalánin.