Orð unga fólksins - sýning á Glerártorgi

Sýningin Orð unga fólksins á Glerártorgi
Sýningin Orð unga fólksins á Glerártorgi

 

Nú stendur yfir á Glerártorgi sýningin Orð unga fólksins – Ungskáld 2013-2021.

Ungskáld er verkefni á Akureyri sem gengur út á að efla ritlist og skapandi hugsun hjá ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.

Verkefnið hófst árið 2013 og það eina sinnar tegundar á landinu. Staðið er fyrir ritlistasmiðju, kaffihúsakvöldi og ritlistakeppni þar sem veitt eru peningaverðlaun fyrir efstu þrjú sætin.

Á sýningunni eru þau verk sem unnið hafa til 1. verðlauna í Ungskáldasamkeppninni frá upphafi. Textarnir endurspegla mikla fjölbreytni, mikið hugvit, skarpa hugsun og kraftmikla sköpunargáfu unga fólksins.
Sýningin stendur frá 17. september til 25. október.

Nánari upplýsingar um ritlistakeppni og viðburði á vegum Ungskálda er að finna á ungskald.is

Ungskáldaverkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra og er samstarfsverkefni Amtsbókasafnsins, Akureyrarstofu, Verkmenntaskólans á Akureyri, Menntaskólans á Akureyri og Ungmennahússins í Rósenborg.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan