Opið á Amtsbókasafninu í dag - Sögustund á morgun í barnadeildinni klukkan 14.00

Snjór í janúarOpið er á Amtsbókasafninu í dag frá 10-19 þrátt fyrir aftakaveður á Akureyri. Starfsfólk hvetur fólk til að fara varlega, en líklega verður ágætt að hvíla sig vel um helgina og lesa góða bók.

Á myndinni má sjá starfsmenn safnsins moka snjó í morgun. Doddi tók myndina áður en hann tók sjálfur í skófluna, og voru því þrír starfsmenn sem mokuðu í klukkutíma til að geta opnað safnið.

Föstudaginn 17. desember var svipað veður, þá tókum við nokkrar skemmtilegar myndir á safninu sem sjá má hér.

Á morgun, laugardag, verður sögustund í barnadeildinni. Hún hefst klukkan 14 og verður lesið upp úr nýjum barnabókum. Allir velkomnir.

Inngangurinn á Amtsbókasafninu klukkan 8.30 í morgun.

Athugið að bílastæðið að sunnanverðu er lokað en almenna bílastæðið ætti að vera nokkuð opið, miðað við færð.

Inngangur

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan