Ókeypis tónlist til útláns á Amtsbókasafninu - nóvember heldur áfram að vera bara flottur mánuður!

Út nóvember mun lánþegum gefast tækifæri á að fá tónlist lánaða ókeypis! Þetta hefur vakið athygli og um að gera að drífa sig á bókasafnið, líta á úrvalið og taka með sér geisladisk/a heim. Það er ekkert hámark eða lágmark á fjölda - lánþegar mega ráða sjálfir. Þetta gildir fyrir ALLA TÓNLIST á geisladiskum (CD) og við bendum á Geymslu 1 sem er á annarri hæð, því þar er að finna þjóðlega tónlist, kvikmynda- og söngleikjatónlist, einleikara, einsöngvara og margt fleira.

Útlánatíminn er hefðbundinn, þ.e. 7 dagar. Sektirnar eru líka hefðbundnar, þannig að ef geisladiskum er skilað of seint, þá reiknast 100 kr. gjald á hvert eintak fyrir hvern þann dag sem farið er fram yfir. Sá sem tæki 20 geisladiska og skilaði þeim tveimur dögum of seint, þyrfti þá að borga 4000 kr. í sektir þrátt fyrir að hafa fengið geisladiskana í ókeypis útlán.

Ekki verður hægt að framlengja nema með því að koma á safnið, skila geisladiskunum og fá þá lánaða aftur út á kortið sitt. Þetta er gert til þess að auka líkurnar á því að fleiri getið notið tilboðsins.

Við hlökkum ávallt til að sjá ykkur á Amtsbókasafninu. Og vonandi mælist þetta vel fyrir því ef vel gengur, þá er aldrei að vita nema "ókeypis tónlist" verði aftur að veruleika!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan