Ókeypis bókasafnskort hjá Amtsbókasafninu - Allir með lögheimili hjá Akureyrarkaupstað fá frítt kort

Rúmlega 11.000 manns voru með gilt lánþegaskírteini hjá Amtsbókasafninu um áramótin. Einhver fjöldi þeirra býr utan Akureyrarkaupstaðar (Akureyri, Hrísey og Grímsey) en ljóst er að ekki eru allir rúmlega 17.000 íbúar kaupstaðarins með bókasafnskort.

Allir sem eru með lögheimili í Akureyrarkaupstað fá frítt bókasafnskort en ekki státa öll söfn landsins af því. Aðeins þarf að greiða fyrir nýtt kort ef það glatast.

Með kortinu færðu ótakmarkaðan aðgang að bókum og tímaritum safnsins auk þess sem lánþegar komast frítt á Internetið.

Við hvetjum alla til að drífa sig á Amtsbókasafnið og fá sér kort ef það er ekki nú þegar í veskinu. Þá minnum við fólk sem er með lögheimili utan Akureyrarkaupstaðar á að um helgina mun gjaldskrá safnsins hækka og við það hækkar kortið úr 1500 krónur í 2000 krónur. Slíkt kort gildir til eins árs.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan