Nýtt skipulag á Amtinu - Breytingum lokið


Lestrarsalur

Undanfarið hefur vinna við að breyta lítillega uppröðun á bókasafninu verið í fullum gangi. Þessum breytingum er nú lokið en það sem breyttist við þær var að fræðslubækur frá 0 og upp í 699 voru færðar niður.

Á gamla lestrarsalnum er nú búið að raða upp þeim bókum. Smávægilegar breytingar áttu sér einnig stað í lessalnum handan glerveggsins.

Fræðslubækur eru flokkaðar eftir efni og auðkenndar með númerum. Til dæmis eru matreiðslubækur númer 641 og ferðahandbækur númer 914 (og í kringum þessi númer).

Smelltu hér til að lesa nánar um skipulag fræðslubóka á safninu.

Skipulag gagna á safninu er því svona:

1. hæð:
DVD-myndir
Geisladiskar
Unglingadeild
Hljóðbækur
Afgreiðsla Blindrabókasafnsins
Nýjar og vinsælar bækur
Fræðslubækur frá 0 til 799.

2. hæð
Barnadeild
Ljóðabækur
Tímarit
Fræðslubækur frá 800 til 999
Ævisögur
Skáldsögur
Bækur á ensku og öðrum tungumálum

Smelltu hér til að lesa nánar um skipulag fræðslubóka á safninu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan