Nýtt ár - ný gjaldskrá

Kæru safngestir!

Nú er 2010 hafið og við trúum því öll að það verði gott ár. Það verður áfram líf og fjör á Amtsbókasafninu, nýjar bækur koma inn, nýjar myndir, ný tónlist, skemmtilegar sýningar, áhugaverðir fyrirlestrar og upplestrar ... í stuttu máli, þá verður sama létta og góða stemmingin á safninu - við brosum saman og höfum af lífinu gaman!

Nýja árið kemur samt hjá okkur með smábreytingum á gjaldskránni og lítur hún svona út núna:

Glatað skírteini, Akureyringar: 1500 kr.
Ný skírteini vegna lánþega utan Akureyrar: 1500 kr.
Sektir v. bóka og tímarita - gjald á dag: 15 kr.
Sektir v. mynda (2 daga lán) - gjald á dag: 170 kr.
Sektir v. fræðslumyndbanda og geisladiska - gjald á dag: 100 kr.
Myndbönd/mynddiskar (2 daga lán): 350 kr.
Tónlist (7 daga lán): 350 kr.
Margmiðlunarefni (14 daga lán): 350 kr.
Pantanir: 200 kr.
Ljósrit A4: 30 kr.
Ljósrit A3: 40 kr.
Glæra (40) ljósrit (30): 70 kr.
Ljósrit úr innbundnum dagblöðum: 200 kr.
Diskur til brennslu (CD): 200 kr.
Skönnun á myndum: 200 kr.
Útprentun í lit (stór mynd): 300 kr.
Útprentun í lit (lítil mynd): 200 kr.
Myndsending (fax): 150 kr.
Eyrnatappar: 50 kr.
Millisafnalán innanlands: 500 kr.
Millisafnalán erlendis: 1000 kr.
Tölvuafnot fyrir lánþega m. skírteini (1 klst.): 0 kr.
Tölvuafnot - aðrir (1 klst.): 300 kr.

Við hlökkum til að sjá ykkur fersk og kát eftir hátíðirnar og brosandi förum við saman inn í árið 2010!


Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan