Kæru kvikmyndaelskandi safngestir! Besta leigan í bænum heldur áfram að gera vel við ykkur! Nú eru komnar nokkrar nýjar kvikmyndir í hús og um að gera að kíkja á úrvalið!
Við höfum líka bætt í jólamyndaflóruna okkar og þessir flokkar eru einmitt nágrannar út árið: nýjar myndir og jólamyndir!! Vúhú - hóhóhó!
Trílógía James Gunn, Guardians of the Galaxy, fær frábæran endi með mynd númer þrjú. Stórleikur á alla kanta og tilfinningaskalinn á fullu.
Transformes: Rise of the Beast ... þið vitið að hverju þið gangið hérna!
Ethan Hunt er á fullu í næstsíðustu myndinni sinni: Mission Impossible - Dead Reckoning, part 1
Jólasveinninn bjargar málunum þegar ofbeldisfullar þrjótar brjótast inn á heimili ríkra einstaklinga. Violent Night.
Svo er ævisögu Ken gerð góð skil í Barbie myndinni með Margot Robbie og Ryan Gosling í aðalhlutverkum. Háværar raddir halda því fram að Ryan Gosling verði tilnefndur fyrir leik sinn í myndinni, sem og nokkur lög úr henni.
Sjáumst hress og skjáumst!