Nýjar bækur streyma inn

Það er ekkert launungarmál að þessi tími ársins er sá blómlegasti í íslenskri bókaútgáfu. Stóru kanónurnar gefa þá oft út nýjar bækur og fram á ritvöllinn þeysast stundum nýir höfundar. Daglega bætast við nýjar bækur hjá Amtsbókasafninu. Þetta eru skáldsögur, fræðibækur, barnabækur ... þetta eru bækur af öllum stærðum og gerðum.

Eftirtaldar bækur eru bara lítið brot af því sem bæst hefur í safnkostinn hjá okkur síðustu daga. Við reynum að vera dugleg að tilkynna hjá okkur á Facebook þegar nýjar bækur koma inn, svo það er mikilvægt að fylgjast með. Hægt er að panta bækur á netinu, en einnig með því að hringja í 460-1250. Það verða náttúrlega allir lesandi í ár, er það ekki?

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan