Nýjar bækur og veðrið!

Kæru safngestir! Sumum finnst vera kalt úti, öðrum finnst þetta vera stuttbuxnaveður (enda alltaf besta veðrið hér á Akureyri!) en það er fátt notalegra en að sitja inni í hlýjunni og lesa góða bók þegar kuldaboli er á sveimi úti.

Nýju bækurnar og blöðin eru fljót að komast í hendur ákafra lesenda, en þær þurfa ekki alltaf að vera nýjar. Og svo er nú líka kósí að kúra í sófanum - öll fjölskyldan mögulega - og horfa á góða bíómynd á meðan regndroparnir bleyta kuldabolann.

Munið bara: ekki geyma bækur, spil, tímarit eða annað safnefni úti í bíl á meðan vinnudagurinn líður, því það getur farið illa með efnið. Safnefninu líður best í hlýjunni nálægt ykkur. Og ef rigningin er eitthvað að gera vart við sig, þá munið endilega eftir pokum* yfir safnefnið svo það blotni ekki á leiðinni til okkar (eða frá okkur).

„Mér finnst rigningin góð“ er ekki uppáhaldslag safnefnisins okkar.

 

* Við seljum þessa ofboðslega fínu strigapoka á safninu og þar er líka hægt að fá bréfpoka. Svo er alltaf möguleiki á að finna eitthvað endurnýtanlegt í pokakörfunni okkar við afgreiðsluna.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan