Nýir titlar í tónlistardeild

Það er altlaf gaman að hlusta á góða tónlist og eftirtaldar diskar hafa bæst í safnið hjá okkur að undanförnu:

Progress - Take That
Fyrsti diskurinn sem þessi vinsæla hljómsveit gefur út eftir að Robbie nokkur Williams gekk til liðs við þá aftur, en hann hætti í hljómsveitinni 1995.

Endlessly - Duffy
Með disknum Rockferry sló þessi unga tónlistarkona í gegn árið 2008 og hér kemur diskur númer tvö.

Duffy með plötuna Endlessly en myndin er fengin af vef pastemagazine.com

Nightmare - Avenged Sevenfold
Nýr diskur frá þessari vinsælu rokkhljómsveit, sá fyrsti eftir að einn meðlimur lést árið 2009.

Ó hvílík elska - Páll Rósinkranz
Fyrsti diskur Páls í nokkur ár og hér svíkur hann ekki frekar en fyrri daginn. Ljúfur diskur með ljúfum tónum.

Rólegt og rómantískt - Friðrik Karlsson
Friðrik er fyrir löngu orðinn þekktur fyrir þessa yndislegu tónlist sína. Hér tekur hann nokkrar þekktar íslenskar dægurlagaperlur og útsetur þær á sinn einstaka hátt.

Recovery - Eminem
Það er ekki eins og Eminem sé sá hljóðlátasti í bransanum, en hann fær hér ákveðna uppreisn æru (ef hann hefur þurft á því að halda) og er sá sem er með flestar Grammy-tilnefningar þetta árið (hátíðin fer fram í febrúar 2011).

Ómar í hálfa öld - Ómar Ragnarsson
Þessi þjóðkunni Íslendingur hélt upp á 70 ára afmæli sitt fyrir stuttu og í kjölfar þess hefur verið gerður safndiskur með lögum og textum eftir Ómar, flutt af honum sjálfum ásamt stórliði í íslenskri tónlistarsögu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan