Nýir mynddiskar flæða inn á bókasafnið! - Ert þú tilbúin/n t.d. að horfa á hrun loftkastalans??

Við bjóðum upp á gott úrval mynddiska á Amtsbókasafninu. Í bland við hefðbundnar afþreyingarmyndir er hægt að finna verðlaunamyndir frá hinum ýmsu löndum heimsins. Nýjar afþreyingarmyndir voru að koma inn á safn og viljum við benda á nokkrar:

Valentine's Day: Valentine's Day er rómantísk gamanmyndEkta rómantísk gamanmynd sem hægt er að horfa á allt árið um kring (ekki bara 14. febrúar!) Stórkostlegt samansafn leikara, sögur af fólki sem tvinnast saman á skemmtilegan hátt ... ef þú vilt hlæja og ef þú fílar rómantík, þá er þetta mynd fyrir þig.

Shutter Island: Ef það er eitthvað nafn í heimi bandarískra leikstjóra sem getur fengið þig til að hugsa 'trygging á góðri mynd' ... þá eru líkurnar á því að nafnið sé Martin Scorsese mjög miklar. Hér er á ferðinni þrælspennandi mynd sem órar víkja fyrir sannleikanum eða öfugt, og DiCaprio mættur enn og aftur undir leikstjórn Scorsese ... sýnir snilldartakta, sem og einvala leikaralið eins og ávallt í Scorsese-myndum.

Prinsessan og froskurinn: Teiknimyndir eru meðal vinsælustu myndanna á Amtsbókasafninu. Þessi yndislega og bráðfyndna mynd sló í gegn á síðasta ári og fjallar um ... viti menn ... prinsessu sem kyssir frosk.

Og svo er þessi komin á safnið líka:


Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan