Nýir geisladiskar!

Það hefur ekki verið mikil hreyfing í tónlistardeildinni, en það breytir því ekki að við reynum að koma reglulega með nýtt efni. Það allra nýjasta er auðvitaða "aðalplatan" í dag, eða Eurovision Song Contest Oslo 2010, þar sem um er að ræða öll lögin í Júróvisjón keppninni í ár. Þriðjudaginn 18. maí eða miðvikudaginn 19. maí kemur svo nýr diskur með Heru Björk og þá ættu Júróvisjón aðdáendur að geta fengið eitthvað fyrir sinn snúð. Eldri júróvisjón-diskar eru auðvitað til!

Einnig má benda á disk með unglingastjörnunni Justin Bieber, safndisk með Í svörtum fötum, tónlistina úr kvikmyndinni "Fame" sem er endurgerð hinnar klassísku myndar (báðar eru til í kvikmyndadeildinni), ný plata með Eivöru, tónlist AC/DC úr Iron Man 2 o.fl.

Þessir diskar verða allir til útláns hjá okkur innan skamms og því um að gera að drífa sig á bókasafnið og ná sér í tónlist til að hlusta á!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan