Ný sýning á Amtsbókasafninu - Skátaforinginn Tryggvi Þorsteinsson

Tryggvi ÞorsteinssonGuðný Stefánsdóttir og Hrefna Hjálmarsdóttir setja upp sýninguna.

Tryggvi Þorsteinsson hefði orðið 100 ára 24. apríl næstkomandi. Til að heiðra minningu hans hafa skátar á Akureyri sett upp glæsilega sýningu honum til heiðurs á Amtsbókasafninu.

Hann var félagsforingi Skátafélags Akureyrar í 28 ár og orti meðal annars á annað hundrað skátatexta. Hann starfaði lengst af við Barnaskóla Akureyrar, síðasta áratuginn sem skólastjóri.

Þá var hann áhugamaður um skógrækt, útivistarmaður og íþróttaunnandi.

Sýningin til heiðurs Tryggva stendur út apríl.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan