Ný íslensk rafbókarsíða í loftið - Lestu.is formlega opnuð

Stephen KingRafbækur virðast verða vinsælli með hverri vikunni. Ísland þykir raunar aftarlega á merinni hvað þær varðar. Lestrarvélar á borð við Kindle rokseljast ytra en þær eru aðeins að ryðja sér til rúms á Íslandi. Rafbækur má nálgast á ýmsum síðum á Netinu en margar þeirra eru án endurgjalds. Vinstra megin á síðunni er hlekkur á rafbókarsíður.

Fyrsta íslenska rafbókarsíðan var svo opnuð í dag, www.lestu.is. Reyndar hafði Bækur.is opnað áður svo líklega má deila um hvort hún sé ekki fyrsta íslenska rafbókarsíðan.

Lestu.is verður opin í janúar en síðan verður um áskriftarsíðu að ræða. Það þarf því að borga fyrir hvert eintak en með þessu verða vonandi fleiri íslenskar bækur gefnar út á rafrænu formi. Er það að sjálfsögðu töluvert ódýrara en prentunin og í raun þarf aðeins að borga höfundinum og millilið fyrir að selja síðan bókina.

Í framtíðinni munu höfundar svo eflaust sjálfir opna eigin síður eins og sést hefur í tónlistarheiminum með síðum á borð við Gogoyoko. Þaðan rennur peningurinn beint til listamannsins sem græðir þannig sem mest. Höfundar gætu þannig sjálfir hlaðið bókum á netið og fengið greiðslu milliliðalaust. En það er lengra framtíðarsýn.

Amtsbókasafnið mælir með því að kíkja á Lestu.is og fagnar framtakinu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan