Ný heimasíða opnuð

Kl. 14:00 í dag, fimmtudaginn 20. október 2011, opnaði bæjarstjóri formlega nýjar heimasíður bæjarins í bæjarstjórnarsal Ráðhússins. Amtsbókasafnið á Akureyri er hluti af þessum pakka og hefur verið með sama vefumsjónarkerfi og Akureyrarbær í mörg ár. Engin breyting verður á því núna þegar vefumsjónarkerfið Moya verður tekið formlega í notkun í stað Eplica.

Mynd frá opnun nýrra heimasíðna Akureyrarbæjar

Grunnhugsun og uppbygging síðu Amtsbókasafnsins breytist lítið. Vissulega eru töluverðar útlitsbreytingar (í formi leturs til dæmis) en þeir sem voru vanir að nota gamla vefinn eiga að geta fundið nákvæmlega sömu upplýsingar í þessu nýja umhverfi.

Boðið verður upp á ákveðnar nýjungar, eins og til dæmis skráningu á póstlista, en það verður útskýrt betur síðar og auglýst.

Við vonumst eftir góðum viðtökum og hlökkum til að heyra frá ykkur. Sendið endilega ábendingar um efni og útlit á bokasafn@akureyri.is eða thorsteinn@akureyri.is. "Hafðu samband" hlutinn hér til hliðar verður virkur innan tíðar, en hægt er að senda fyrirspurnir strax líka með því að ýta á bláa "Fyrirspurnir/athugasemdir" reitinn hér til vinstri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan