Myndvarp - skemmtileg síða með hlaðvörpum um kvikmyndir

 

Myndvarp er vikulegt hlaðvarp um kvikmyndir og allt annað. Markmið Myndvarps er að vera góð blanda af gagnrýni og umfjöllun, benda á áhugaverðar myndir sem gætu hafa farið framhjá fólki, sem og að taka fyrir viss umfjöllunarefni og fjalla ítarlega um þau. Barnamyndir, skrímslamyndir, ofurhetjumyndir, tímaflakk á hvíta tjaldinu, leikstjórar á borð við Tim Burton og Lars von Trier og samband Hollywoodmynda við Íslenska kvikmyndagerð eru á meðal þess efnis sem tekið hefur verið fyrir í Myndvarpi.

Hugmyndin um að byrja með hlaðvarp hafði verið uppi lengi, en eftir að ég lauk kvikmyndafræðinámi í Gautaborgar Háskóla fannst mér loks vera kjörinn tími til þess að byrja með þáttinn.

Myndvarp kemur út vikulega, á hverjum miðvikudegi, og eins og er hafa komið út 16 þættir.

Myndvarp reynir að bjóða bæði upp á alvarlega og skemmtilega kvikmyndaumfjöllun. Heimasíða þáttarins er: http://myndvarp.libsyn.com/ en einnig má finna þáttinn á Facebook og í iTunes.


Höfundur: Ari Gunnar Þorsteinsson

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan